Landssöfnun Landsbjargar

Fjallabjörgunarmenn að búa sig.Í gær, föstudag, var haldin landssöfnun fyrir Landsbjörgu þar sem meðal annars var safnað í Bakvarðasveit félagsins. Meðlimir HSSR stóðu vaktina, hvort tveggja í innhringiverinu og uppi við Búhamra þar sem fjallabjörgunarhluti útsendingarinnar fór fram.

Búðahópur setti upp tjaldið við stjórnstöðvarbíl Svæðisstjórnar, Björninn, og fjallahópur hélt upp í hamrana þar sem sett var upp kerfi til að slaka þolanda niður klettana.

Allt gekk að óskum og veðrið spilaði með, hellidembunni sem spáð var stytti upp svo samræmi var milli beinu útsendingarinnar og uppfylliefnisins sem tekið var upp um miðjan mánuðinn.