Útkall F2 gulur, leit á Vestfjörðum

Útkall F2 gulurAðfaranótt laugardagsins 1. júní barst sveitinni ósk um aðstoð vegna leitar að franskri konu í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp.  Í fyrstu var óskað eftir sérhæfðum leitarmönnum en síðar breyttist boðun í heildarútkall.

Frá HSSR fór einn hópur göngumanna vestur fyrir hádegi. Eftir kvöldmat fór Reykur 1 með tvo gönguhópa til viðbótar og félaga með leitarhund og búðatjaldið. Alls komu 25 manns frá HSSR að leitinni. Um þriðjungur þeirra tók líka þátt í fótboltagæslu fyrr um daginn en leitin féll saman við gæslu sem sveitin annaðist á landsleik kvenna í knattspyrnu, Ísland – Skotland.