Útkall F3 grænn

Útkall F3 grænn, ófærð á höfuðborgarsvæðinu

utkall-f3HSSR var boðuð út kl. 6:45 í gærmorgun, miðvikudaginn 6. mars, til aðstoðar vegna ófærðar á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega í efri byggðum. Mikil ofankoma og hvassviðri einkenndi aðstæður fyrri hluta dags og á köflum var mjög blint veður. Sveitin sinnti fjölda verkefna en áhersla var lögð á að halda stofnbrautum greiðum sem og að aðstoða fólk með börn og sjúklinga. Dregið var úr viðbúnaði þegar líða fór á daginn og um kvöldmatarleytið voru allir hópar komnir í hús.

Slysavarnardeild kvenna í Reykjavík kom færandi hendi á Malarhöfðann um hádegisbil og tók til næringu fyrir björgunarfólk. Hópar af öllu höfuðborgarsvæðinu nýttu sér þennan höfðingsskap þeirra og þáðu heita súpu, smurt brauð, kaffi og nýbakaða köku.

Alls komu 31 manns frá HSSR að útkallinu og um 20 manns til viðbótar voru tilbúnir að koma með skömmum fyrirvara. Í dag, fimmtudag, hefur veðrið gengið niður og svæðisstjórn telur ekki þörf á frekari viðbúnaði.