Í byrjun september var hringnum lokað í innleiðingu á Svörun, nýju SMS svörunarkerfi, þegar annars vegar var sett upp innskráningarstöð fyrir félaga og hins vegar skjár sem miðlar upplýsingum um hópaskiptingu og nauðsynlegum upplýsingum um aðgerð til félaga.
Eftirleiðis skrá félagar í HSSR sig í hús við mætingu þannig að bækistöðvarhópur sveitarinnar hafi ávallt tiltækar sem réttastar upplýsingar um hvaða bjargir standi til boða. Þetta eykur töluvert nákvæmni í vinnu hópsins þar sem ekki þarf að leita eftir upplýsingum um félaga í húsi, þær berast honum sjálfkrafa.
Þá eru bundnar vonir við að upplýsingaskjárinn muni auðvelda félögum að fá upplýsingar um stöðu sína í aðgerð ásamt því sem vitað er um þolendur. Þannig geta félagar ávallt leitað á einn stað eftir þessum upplýsingum sem hefur í för með sér aukna skilvirkni og minni sóun á tíma þegar þeir eru að gera sig klára fyrir útkallið.
—————-
Texti m. mynd: Upplýsingaskjár í anddyri
Höfundur: Ólafur Jón Jónsson