Á vef landsbjargar kemur fram eftirfarandi
“Bjsv Lómfell Barðaströnd og Tálkni á Tálknafirði hafa í sameiningu fest kaup á snjóbíl og var hann afhentur í húsi Lómfells sl. laugardag. Bíllinn er af gerðinni Pisten Bully 200 árg. 1986. Hann er keyptur notaður af HSSR, er með stóru farþegahúsi, brattgengur og búinn stórri ýtutönn.
Fjölmenni var í búðum Lómfells við afhendinguna og leist vestanmönnum og konum almennt vel á ,,Hákarlinn´´ en það er skírnarnafn tækisins.”
—————-
Texti m. mynd: Jói afhendir lyklana
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson