Núna í kvöld, lauk velheppnaðri nýliðakynningu HSSR á Malarhöfðanum, þar sem Tómas sveitarforingi kynnti sveitina og nýliðaforingjar næsta starfsárs, þeir Kormákur og Stefán Baldur, kynntu þjálfunarferlið, kröfurnar og gleðina – með skemmtilegu innslagi Sólvegar og Kristins.
Þó nokkur hópur skráði sig í nýliðaþjálfunina, en fyrir þá sem náðu því ekki núna, þá má finna skrá sig hér.
Frestur til þess að ljúka skráningu er til 9. september (sjá hér að neðan).
Næst, Helgafell
Næsti liður í kynningunni er létt kvöldganga á Helgafell á fimmtudaginn. Mæting er á Malarhöfðann kl. 18, og verður farið á bílum sveitarinnar, gengið á Helgafell, spjallað og skoðað. Fararstjóri er Martin Swift (Tinni).
Ferðamennska og rötun
Fyrsta stóra námskeiðið í nýliðaþjálfuninni verður svo haldið að Úlfljótsvatni helgina 11-13. September.
Miðvikudaginn 9. verður stutt undirbúningskvöld fyrir helgina þar sem verður m.a. farið yfir einstaklingsbúnað og almennur og sérhæfður ferðabúnaður verður kynntur.
Þá um kvöldið er síðasti séns á að skila inn umsókn.