Góðar líkur á aukinni stofnstærð

Þrátt fyrir slæma seiðatalningu á þorski virðist eldið hafa gengið vel hjá HSSR síðastliðin vetur. Eftir viðtöl við Nýliða I og mat á mætingum á námskeið og í aðra dagskrárliði sveitarinnar liggur fyrir að 22 einstaklingar færast úr N-I og yfir í N-II. Líklegt er að í þann hóp bætist nokkrir einstaklingar fyrir áramót.
Gert er ráð fyrir að um 25 einstaklingar gangi inn í sveitina á árinu 2008. Sterkur hópur sem vonandi verður áberandi í starfi sveitarinnar í langan tíma. Góður árangur þegar horft er til þess að um 35 einstaklingar hófu þjálfun síðastliðið haust.

Markið hefur verð sett á annan stóran hóp í haustið 2007. Þar til viðbótar eru hjúkrunarfræðingar í þjálfum og því er stefnt á að heildarfjöldi einstaklinga í þjálfum næsta haust verði milli 55 til 60.

Nýliðateymið þakkar fyrir góðan vetur

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson