Fjölmennur nýliðafundur.

Um 50 manns mættu á nýliðakynningu hjá HSSR í gærkvöldi. Enn er tækifæri til að skrá sig í sveitina og skal umsóknum skilað fyrir þriðjudaginn 18. september á Malarhöfða 6.
Fyrsti dagskrárliður verður á laugardaginn, gönguferð yfir Hengilinn og á Skeggja. Brottför frá Malarhöfða 6 kl. 8.30 stundvíslega.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson