Róbert Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson viðruðu klifurdótið sitt í gljúfrinu við Háafoss í gær. Hér fylgja nokkur innskot þeirra félaga um leiðangurinn:
Sigurður Tómas Þórisson skrifar :: ísklifur Nokkrar tölfræðilega staðreyndir um túrinn.
09:00, lagt af stað í Botnýju (WI3). 150m simul-klifur með 12 skrúfum. 9:40 STÞ upp, 9:55 RH upp.
11:05, lagt af stað í Þrána (WI5+). 60m fyrri spönn, RH kominn upp 11:47, STÞ kominn í stansinn 12:15. 10 mín tepása ca.
13:15, STÞ uppi á brún eftir 35m foss og 10-15m snjóbrekku.
13:47, RH upp.
15:00, lagt af stað í Granna (WI4, efri parturinn slefaði í WI5 í þessum aðstæðum). Léttur stans eftir 50m, sólóað 20m slabb og léttur stans fyrir lokakaflann. 16:00 STÞ uppi. 16:25 RH uppi.
Svo var skemmtilegur ballet á ísbunkum 2-3m frá fossbrún Granna til að komast yfir ána… Frekar óhuggulegt.
Samtals ca. 150+100+120m eða um 370m af ís þennan dag á 7 1/2 tíma, ansi miserfiður reyndar.
Og klippur úr lýsingum Róberts: Þetta var ekkert rosalega flókið. Ég steig útúr síðasta prófinu kl.16:30, upp í blöðrujeppa, greip rakkinn, eitthvað að éta og svo var brunað af stað. Förinni var heitið Þjórsárdal við Háafoss.
Við vildum nú ekkert vera að spreða tíma svo við bundum okkur í sitt hvorn endann og fórum þetta á hlaupandi tryggingum þessa 150m sem leiðin var.
Skyndilega var allt orðið fullt af risasvepppum með yfirhangi á milli þeirra.
ÍÍÍÍÍSSSS ! Heyrist öskrað. Það fyrsta sem fór í gegnum hugann á mér var að fela mig undir hjálminum mínum. Ég sagði við sjálfan mig "ég er punktmassi, ég er punktmassi" og hoppaði svo inn í lítinn helli.
Já þú verður að lesa þetta allt en það getur þú gert hér: http://isalp.is/forum.php?op=p&t=1766
Og myndir sérðu hér: http://picasaweb.google.com/der.steen/Iceclimbing2#
Fleiri myndir frá STÞ: http://picasaweb.google.com/hraundrangi/RInJRsRdal#
Hraustir strákar sem að sjálfsögðu koma frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík
—————-
Texti m. mynd: Finnurðu mann á myndinni? Mynd Marianne
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson