Eftir hörku skemmtilega flugeldavertíð, verður góðum anda fagnað á flugeldamessu næstkomandi föstudag. Gleðin verður haldin á Sjávarbarnum, Grandagarði 9 og hefst kl. 20.30. Plötusnúður mun þeyta skífum sínum af tærri snilld, úrslit úr pósukeppninni kynnt og verðlaun fyrir best skreytta gáminn afhent. Partýstemmning fyrir ljónin og rólegur hliðarsalur fyrir þá sem telja sig eldri, hvetjum alla til að mæta. Gleðin mun standa til kl. 23.30.
Sem upphitun fyrir föstudag er sterklega mælt með eldheitum flugeldamyndum á myndasíðu
Árla næsta sunnudagsmorgunn, 18. janúar, verður gengið á hið formfagra eldfjall Heklu.
Mæting er á M6 kl. 07:30 og brottför verður stundvíslega kl 0800.
Ekið verður sem leið liggur að Heklurótum, labbað upp, nestið nagað og svo er frjáls aðferð við að koma sér niður.
Þess má geta að Hekla þykir bráðskemmtileg skíðabrekka.
Ferðin er í umsjá Komasérundanaðfaranna Olla 100, Geirs og Magga.
Skráning er nú þegar komin í fullan gang og er allt útlit fyrir að fjöldinn verði 25+
Hægt er að skrá sig í ferðina til kl. 11:00 fyrir hádegi á morgun, fimmtudag á korkinum eða á netfangið
gunnar@skidasvaedi.is
—————-
Höfundur: Gunnar Kr. Björgvinsson