Útkall í Þverfellshorn á laugardagskvöld.

HSSR félagar, þyrlusveit gæslunnar og aðrir björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu fóru til aðstoðar slösuðum göngumanni í Þverfellshorni sl. laugardagskvöld. Þyrlusveitin náði manninum upp en björgunarsveitarmenn fylgdu félögum mannsins til byggða. Sú ferð varð nokkuð söguleg sakir erfiðra snjóalaga á bakaleiðinni og segja má að á endanum hafi þetta orðið fínasta æfing í félagabjörgun.

Útköll í Þverfellshornið eru orðin fjölmörg. Þó að Esjan sé í garðinum okkar má alls ekki vanmeta þessi útköll og einföld þyrluhífing getur td. á skammri stundu breyst í böruburð í erfiðu fjallendi.

—————-
Texti m. mynd: Hann stendur í skafli á spóli!
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson