Um nýliðna helgi var haldið árlegt nýliðanámskeið í snjóflóðafræðum, bæði bóklegum og verklegum. Nemar voru 27 en kennarinn, Jón Gunnar Egilsson, var 28. nýliðinn sem þátt tók í námskeiðinu. Þá voru einnig fáeinir misgamlir fullgildir félagar í uppeldi sem snjóflóðaleiðbeinendur ásamt því að nokkrir fengu æfingu í hópstjórnun á vettvangi.
Veður var með eindæmum gott á laugardag en kuldaboli og kári klipu í tær leitarfólks á sunnudagsmorgun.
Að lokum má geta þess að félagar úr Leitarhundum SL leyfðu okkur að fylgjast með æfingum sínum þarna á staðnum og þótti öllum ákaflega fróðlegt að sjá hvernig snjóflóðaleit með hundi fer fram.
Helgin var frábær, kennarinn góður, nemendurnir einstakir og Skíðadeild Fram sem lánaði okkur skálann sinn á heiður skilinn fyrir styrk sinn til HSSR.
—————-
Texti m. mynd: Snjóflóðaleit með stöngum er seinlegt verk.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson