Laugardaginn 21. nóvember n.k. verður farin dagsferð á Hafnarfjall (844mtr) við Borgarnes.
Gengin verður ca. 8 km hringleið á fjallinu en ekki bara upp og niður hrygginn við þjóðveginn eins og flestir gera sem fara á þetta fjall.
Ganga á Hafnarfjall telst almennt ekki erfið en krefst við núverandi aðstæður lágmarkskunnáttu í vetrarferðamennsku.
Hafið því með ykkur útbúnað sem hæfa ferðum á þessum árstíma.
Fararstjóri verður Ragnar Antoniussen.
Við ætlum að hittast kl. 8:15 á M6 en brottför verður kl. 8:30.
Skráning fer fram á Korkinum eða með því að senda póst á melkorka.jonsdottir@gmail.com
í síðasta lagi fimmtudaginn 19. nóv. kl. 19:00.
Með von um að sjá sem flesta
Raggi og Melkorka.
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson