Fyrirlestur um aðkomu að látnum verður haldinn annað kvöld (7. mars) kl. 20.00. á M6.
Nýjar áherslur í tengslum við efnið verða lagðar fram o.fl.
Hvað gerum við þegar við komum að látnum einstaklingum í leit?
Farið yfir verklagsreglur sem okkur sem fagaðilum er ætlað að þekkja þegar við komum að látnum, hvers skal gæta og hvernig skal brugðist við. Þekking sem við þurfum því miður að afla okkur.
Fyrirlesari er Ármann Höskuldsson sjúkraflutningamaður og sviðstjóri fyrstu hjálparsviðs SL.
Fyrirlesturinn er opinn öllum félögum sveitarinnar. Um er að ræða málefni sem snertir okkur öll í starfi og því hvetjum við fólk til þess að fjölmenna á svæðið.
—————-
Höfundur: Edda Björk Gunnarsdóttir