Undanfarar héldu létta flokksæfingu í gærkvöldi en á dagskránni var skíða- og snjóflóðamix í Eldborgargilinu í Bláfjöllum. Sjö Undanfararennur fóru því frá M6 með rennslisgræjur og í fylgd heilagrar þrenningar en veðurguðirnir gerðu sitt til að gera æfinguna áhugaverða. Planið var að skinna upp, skíða niður og taka svo létta ýlaleit í lokin. Það má segja að gangan upp hafi tekið vel á, skíðaferðin niður var stórkostleg í þungu púðurfæri þótt skyggnið mætti hafa verið betra og lítið fór svo fyrir ýlaleitinni í lokin. Hápunktur kvöldsins voru svo án efa kökurnar og kaffið á sellufundinum á M6 eftir æfinguna.
—————-
Texti m. mynd: Stebbi og Ponta spenna á sig skíðin á toppnum.
Höfundur: Hálfdán Ágústsson