Laugardaginn 24. maí mun Björgunarfélag Vestmannaeyja halda afmælisæfingu fyrir aðildarsveitir SL og fer hún nánast eingöngu fram á Heimaey. Æfð verður fjallabjörgun, fyrsta hjálp og leitartækni. Reiknað er með að æfingin byrji kl. 07 og standi til kl. 16.
Æfingingin er haldin í tilefni 90 ára afmælis Björgunarfélags Vestmannaeyja.
Á laugardagskvöldið verður haldin afmælishátíð í höllinni. Nánari upplýsingar um skráningu og afmælishátíð er að finna á heimasíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson