Helgina 10-12. október verður farið upp í Kerlingarfjöll. Allir sem vettlingi geta valdið, ungir sem aldnir, eru hvattir til að láta sjá sig. Þátttakendur skulu vera mættir á M6 klukkan 18:00 en brottför verður klukkan 18:45. Við gerum ráð fyrir því að vera komin heim undir kvöldmat á sunnudaginn. Skráning fer fram á póstfanginu eythororn@gmail.com en ef þátttakendur hafa aðgang að korki sveitarinnar er skemmtilegt ef þeir gera vart við sig þar. Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 8. október. Fyrstir koma fyrstir fá.
Við gerum ráð fyrir því að gista báðar næturnar í Ásgarði þar sem skálar fyrrum Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum eru. Húsin eru upphituð með gasi. Dagskráin ræðst að sjálfsögðu að einhverju leyti af veðri og færð en á laugardaginn stefnum við að því að ganga á einhverja af hæðstu tindunum Kerlingarfjalla: Loðmund, Snækoll eða Fannborg. Við höfum ýmsa skemmtilega kosti til vara. Á sunnudaginn verður farið í styttri göngu, til dæmis kemur til greina að ganga á Bláfell á Kili.
Ef veðurútlit er ekki gott eða færðin upp í Kerlingarfjöll verður farin að spillast verða varaáætlanir dregnar fram.
—————-
Texti m. mynd: Í Kellfjellskum líparitskriðum. Mynd Einar Ragnar
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson