Hver man ekki eftir stemmingunni í Austurdal í fyrrahaust. Nú er komið að því að endurtaka leikinn með gönguferð niður með vestanverðri Skaftá.
Útsýn af Sveinstindi er rómuð, jafnvel í þoku.
Eyþór Örn er einn almagnaðasti leiðangursstjóri sem uppi hefur verið, afhverju kemur í ljós.
Brottför frá Malarhöfða 6 kl. 18.00 næsta föstudag og ekið að Sveinstindi þar sem gist verður í skála.
Á laugardagsmorgun verður Sveinstindur lagður að velli, svona sem upphitun fyrir sprettinn niður í Skælinga. Já einmitt, Skælinga þann magnaða áningarstað.
Á sunnudag, gengið á Gjátind og þaðan í Hólaskjól.
Heimkoma um kvöldmat eftir sundstopp.
Skráning á korkinum.
Eyþór hinn magnaði.
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson