Bókaþjóðin styður Íslensku alþjóðabjörgunarsveitin

Fjögur íslensk bókaforlög hafa í samvinnu við Eymundsson ákveðið að gefa sjö ný stórvirki á sviði útgáfu að söluverðmæti um 4,5 milljónir króna til stuðnings Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni við að endurnýja búnað sem sveitin skildi eftir á Haítí til aðstoðar hjálparsveitum á svæðinu. Stórvirkin verða seld í Eymundsson um allt land nú um helgina og er þetta upphaf átaks sem nefnist „Bókaþjóðin styður fólkið á Haítí“. Allir fjármunir sem koma inn fyrir sölu á þessum bókum renna óskertir til að endurnýja búnað sveitarinnar. Jafnframt hefur Eymundsson ákveðið að bæta 10% af allri sölu íslenskra barnabóka í verslunum sínum þessa daga við söfnunarupphæðina. Útgáfufélögin eru Forlagið, Bjartur & Veröld, Opna og Uppheimar.

Íslenska utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að greiða fimm milljónir fyrir þann búnað sem sveitin skildi eftir en markmiðið er að bókaþjóðin bjargi því sem upp á vantar. Átakið stendur til mánudagins 25. janúar.

—————-
Texti m. mynd: Séð yfir búðirnar á Haiti
Höfundur: Ólafur Loftsson