Á fundu vísindamannaráðs almannavarna þriðjudaginn 2. febrúar s.l. kom fram að losun CO2 frá Eyjafjallajökli væri væntanlega viðvarandi. Fyrir nokkrum árum seig Jón Haukur Steingrímsson félagi í HSSK í svelg í Gígjökli og mældi magn CO2 þar. Í ljós koma að magn CO2 var langt yfir hættumörkum og í kjölfarið var gefin út viðvörun til ísklifrara vegna þessa.Á fundi vísindamannaráðsins komu fram upplýsingar um að á vegum björgunarsveita væri stundað ísklifur í Steinsholtsjökli a.m.k. á haustin. Vegna þessa vill almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Hvolsvelli fara þess á leit við þær sveitir, sem hugsanlega ætla að leggja í klifurferðir á þetta svæði, að hafa samband við almannavarnadeildina og fá hjá henni mælitæki til að kanna magn CO2 í sprungum og svelgjum til að hægt verði að ákveða hvort gefa þurfi út sérstaka viðvörun vegna þessa. Til að fá frekari upplýsingar þá er einfaldast að senda póst á Víðir Reynisson á netfangið vidir@rls.is
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson