Þriðjudaginn 14. desember verður fimmta og síðasta fjall kvöldsins fyrir áramótin klifið.
Sérstakt jólaþema verður ráðandi og Stefán Páll Magnússon, aka Stebbi tekur að sér leiðsögn. Hann mun leiða göngumenn um frábærlega áhugaverðar og skemmtilegar slóðir, þ.e. á Drottningu, Eldborgu og Stóra Kóngsfell.Þar sem um síðustu ferð fyrir jól er að ræða verður eins og áður segir, sérstakt jólaþema ráðandi. Menn eru hvattir til að mæta í jólastuði með jólasmákökur til að bjóða öðrum upp á í smakk og svo verða sérstök verðlaun í boði fyrir best jólaskreytta bakpokann.
Þetta er einstakt tækifæri til að ganga og njóta og hafa gaman í góðra vina hópi svona rétt fyrir flugeldavinnu sem er að bresta á nú í desember.Mæting er á M6 kl. 17:45 og bröttför er klukkan 18. Sem fyrr er akstur á vegum sveitarinnar en farið verður á einkabílum ef þess þarf.
Eins og ávallt er mikilvægt að vera vel búinn, í góðum skóm og í hlýjum fatnaði auk þess sem Stebbi bendir göngumönnum sérstaklega á að koma með gönguexi og brodda. Munið eftir höfuðljósum, vatni og nesti. Svo þarf nú varla að minna á góða frábæra jólaskapið 😀
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson