Flugslysaæfing á Keflavíkurflugvelli

6. nóvember næstkomandi verður haldin æfing á Keflavíkurflugvelli fyrir viðbragðsaðila þar sem HSSR mun senda allan fáanlegan mannskap og búnað. Æfingin mun taka ca. 4 tíma og hefst klukkan 12:00.

Eftir vel heppnaða æfingu á Reykjavíkurflugvelli fyrir nokkrum vikum þar sem félagar í sveitinni fengu nóg að gera er ekki við öðru að búast en að þessi æfing verði enn áhugaverðari. Þess vegna hvetjum við alla fullgilda félaga í sveitinni eldri sem yngri til að taka þátt.

Vinsamlegast tilkynnið mætingu á æfinguna til Alberts á albert@eirvik.is.

Skráningu lýkur þriðjudaginn 2. nóvember.

—————-
Höfundur: Albert Björn Lúðvígsson