Í dag 5. maí héldu 13 félagar úr HSSR til Keflavíkur þar sem stór flugslysaæfing var haldin. Æfingin er haldin í kjölfar þess að viðbragsðáætlun fyrir flugvöllin hefur verið endurgerð. Um þrjú ár eru síðan slík æfing hefur verið haldin syðra. Æfing sem þessi hefur gríðarlega þýðingu þar sem hún sýnir fram á virkni áætlunarinnar þegar á þarf að halda. Reynt er að líkja fullkomlega eftir raunverulegu flugslysi til að þjálfa fólk í erfiðum aðstæðum. Þeir sem tóku þátt í æfingunni eru björgunarsveitir, slökkvilið, lögregla og heilbrigðisstarfsmenn af öllum Suðurnesjum, og fleiri, auk mannskapar frá Reykjavík, þar á meðal HSSR. Við sendum tvo sex manna björgunarhópa á 2 bílum (R1 og R4) á staðin. Óli Jón var sem fyrr mættur á myndavélina og fylgdi okkur hvert fótmál. Hópar héldu áleiðis í Straumsvík um kl 10:20 en um svipað leiti var fyrsta boðun útkallsins hækkuð úr hættustig gulur —> í neyðarstig gulur. Við lentum í Straumsvík skömmu fyrir ellefu en vísað rakleitt áfram á móttökusvæði í Keflavík.
Á keflavíkurflugvelli sinntum við margvíslegum verkefnum. Á slysstað fékk okkar fólk umsjón yfir bæði söfnunarsvæði sjúklinga sem voru að fara í flutning og einnir settir í gæslustörf. R1 flutti 1 sjúkling á börum og 6 sitjandi einstaklinga frá slysstað yfir á Söfnunarsvæði slasaðra (SSS) í einni ferð og sannaði þar enn og aftur notagildi sitt í stærð og flutningsgetu. Í kjölfarið var okkur úthlutað verkefnum á SSS, bæði sett í áverkamat og aðhlynningu slasaðra, flutning á allavega 3 sjúklingum á börum niður í Heiðarskóla (sem var ígildi sjúkrahúss á æfingunni), bæði á R1 og R4.
Æfingin heppnaðist í alla staði vel og var ánægja meðal þátttakenda með sína aðkomu að deginum. Eftir æfingu var rýnifundur í Heiðarskóla þar sem stjórnendur verkþátta gáfu yfirlit yfir hvernig gengið hefði.
Á leiðinni í bæinn spruttu upp fjörugar umræður í báðum hópum um hvað betur mætti fara sem héldu áfram á M6 og dagurinn tekinn saman. Þar var tekin sú ákvörðun að senda út blað á þáttakendur frá okkar hóp til að koma með ábendingar í sitthvoru lagi. Stefnum á að vinna úr þeim upplýsingum í kjölfarið og taka þær saman í eitt skjal og senda á viðeigandi aðila þann lærdóm sem okkur finnst að megi draga af þessari æfingu.
Sjúkrahópur HSSR stóð sig með príði og fær þakkir fyrir að mæta og taka þátt.
—————-
Texti m. mynd: Mynd af SSS-þar má glöggt sjá nokkra úr okkar hóp.
Höfundur: Helgi Þór Leifsson