Fræðslukvöld vegna flugslysaæfingar.

Miðvikudaginn 27. október næstkomandi, klukkan 18:30 á M6, verður haldið fræðslukvöld í tilefni af æfingunni í Keflavík.

Oddur Eiríksson ætlar að opna kvöldið klukkan 18:30 með fyrirlestri um flutning sjúklinga í bílum. Jón Ingi ætlar síðan að taka við um 19:30 og fara yfir flugslysaáætlunina og þau atriði sem vert er að hafa í huga við undirbúning fyrir æfinguna.

Fræðslukvöldið er opið öllum félagsmönnum og hvet ég alla að mæta hvort sem þeir hyggja á að taka þátt í æfingunni eða ekki.

—————-
Höfundur: Albert Björn Lúðvígsson