Fyrirlestur – björgunarleiðangur á Skessuhorn

Þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20.00 mun Jón Gauti Jónsson fararstjóri og fjallaleiðsögumaður, flytja fyrirlestur um örlagaríka gönguferð á Skessuhorn að vetrarlagi 28. mars 2009 þar sem kona hrapaði niður fjallshlíðina og umfangsmikill björgunarleiðangur fylgdi í kjölfarið. Gert er ráð fyrir að fyrirlesturinn standi í um 90 mínútur. Allir velkomnir, nýliðar sem fullgildir. Skráning er á D4H og planið er að klár nammið úr flugeldasölunni.

Slysið varð í ferð gönguhópsins Toppafara og hér má lesa frásögn ferðafélaganna af atvikinu: http://www.fjallgongur.is/tindur21_skessuhorn_280309.htm.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson