Fyrirlestur og myndasýning um nýleg UNDAC útköll

Opinn fyrirlestur og myndasýning um nýleg útköll Gísla Ólafssonar og Ólafs Loftsonar á vegum UNDAC, en þeir eru nýkomnir heim eftir dvöl annars vegar í Indónesíu og hins vegar á Filippseyjum.

UNDAC er eining innan Sameinuðu Þjóðanna sem hægt er að kalla á hamfarasvæði hvar sem er í heiminum með mjög stuttum fyrirvara, þeirra helstu hlutverk á vettvangi eru að Samhæfa aðgerðir alþjóðasamfélagsins, setja upp og reka samhæfingarstöðvar (OSOCC), tryggja samvinnu við stjórnvöld og stjórnendur skaðalands, framkvæma mat á umfangi hamfarana og stjórna komu og brottför erlendra hjálparaðila.

Íslendingar hafa 4 aðila á viðbragðslista UNDAC og eru þeir tilbúnir að fara með skömmum fyrirvara hvert sem er í heiminum og dvelja á skaðasvæðum í allt að 3 vikur i senn.

Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Hjálparsveit Skáta í Reykjavík fimmtudaginn 12. nóvember á Malarhöfða 6 og hefst klukkan 20:00

—————-
Texti m. mynd: Ferill fellibylsins Lupit
Höfundur: Ólafur Loftsson