Ráðstefnan Björgun var haldin á vegum SL síðastliðna helgi. Aðsókn var góð, um 400 skráðir og þar af 60 erlendir þátttakendur. Tuttugu félagar frá HSSR voru á staðnum og var það mat þeirra og annarra sem ég talaði við að fyrirlestrar væru almennt góðir og sérstaklega heyrði ég mörgum innlendum fyrirlesurum hrósað.
Mun verða unnið að því að fá ákveðna fyrirlestra til HSSR á lausum þriðjudagskvöldum. Einnig var sýning á búnaði og þetta árið voru af einhverjum ástæðum margir að sýna ljós.
Góð ráðstefna og SL fær hrós fyrir góða skipulagningu og val á fyrirlesurum.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson