Vinir okkar í Ársæli komu í heimsókn í dag og höfðu með sér góða gesti frá bænum Bocholt í Þýskalandi. Þetta eru félagar í ungliðastarfi THW í sem voru að endurgjalda heimsókn Ársælinga til þeirra í fyrra. Þeir fengu sýniferð um aðstöðu HSSR og stutt ágrip af sögu sveitarinnar.
THW var sett á laggirnar árið 1950 og hefur þrifist og dafnað vel allar götur síðan. Þetta eru ríkisstyrkt samtök 80 þúsund sjálfboðaliða sem veita opinberum viðbragðsaðilum margvíslega aðstoð. Ungliðahlutinn er þróttmikill og gefur hann ungu fólki tækifæri á að takast á við fjölbreytt verkefni og gefa til samfélagsins.
HSSR þakkar kærlega fyrir heimsóknina og óskar gestunum góðrar skemmtunar í rigningarblíðviðrinu sem heilsaði þeim á höfuðborgarsvæðinu.