Hátindahöfðingjanum öllum lokið

Já, Olli stóð á tindi Heklu á laugardaginn. Hundraðasta tindi sem hann hafði einblínt að ganga á í tilefni af 50sta afmælisári sínu. Margir fleiri tindar hafa svo fylgt með sem bónus í tíðum ferðum Olla. Allnokkrir félagar Olla og félagar úr sveitinni slógust með í þessa síðustu ferð en alls voru yfir 70 manns sem stóðu á toppinum með hátindahöfðingjanum þar sem skálað var í kampavíni. Hekla tók hressilega á móti göngumönnum og bauð upp á mörg veðurafbrigði sem vænta má þessum árstíma en útsýnið á toppnum var einungis nægjanlegt til að fylgjast með kampavínsflöskunni.

Afrek Olla er óumdeilanlegt og verður seint endurtekið, jafnvel lengur en íslandsmetið hans í grindahlaupi sem staðið hefur um eða yfir 20 ár. Hjálparsveit skáta í Reykjavík getur verið stolt af því að eiga svona félaga.

Það er bara einn Olli.

Innilega til hamingju.

—————-
Höfundur: Stefán Páll Magnússon