Hengilsdagurinn – Sunnudaginn, 15. sept 2002

Fyrsti Hengilsdagurinn fór fram þ. 15. september. Milt var í veðri en heldur lágskýjað. Verðum við að trúa því að það hafi sett nokkuð strik í reikninginn og almenningur ekki talið það ómaksins vert að mæta í blautu veðri á Hengilssvæðið. Sveitin hafði aðstöðu í svefnskála Víkings og þökkum við þeim fyrir lánið á honum. Almenningi bauðst tækifæri á að kynnast nokkrum þáttum sem björgunarfólk þarf að kunna skil á. Má þar nefna leit með snjóflóðaýli, notkun áttavita og fyrstu hjálp. Þessa pósta mönnuðu félagar í sveitinni. Allir sem hófu göngu skráðu sig og fengu á bakaleiðinni viðurkenningarskjal fyrir þátttöku.

Á svæðið mættu gamlir félagar og var það mjög ánægjulegt. Að loknu verki var öllum félögum sem tóku þátt í framkvæmd dagsins boðið í pylsur.

Þessi dagur var góður undirbúningur fyrir næsta sumar en miklar líkur eru taldar á því að þessi uppákoma verði endurtekin. Vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollari þá.

Athugið að fleiri myndir eru undir HSSR-Myndir.

—————-
Höfundur: Stefán Páll