Við erum staddir í litlum smábæ í BC, Kanada að nafni Golden. Erum búnir að koma okkur vel fyrir á móteli hérna í bænum.Hvað erum við að gera hérna ? Við erum staddir í hér til þess að hafa gaman.
Í 13km fjarlægð erum við með eitt af flottustu skíðasvæðum í Norður Ameríku. (www.kickinghorseresort.com ) Einnig erum við með flottar ísklifur leiðir í aksturs fjarlægð og mjög flott svæði til utanbrautar skíðunar í bakgarðinu hjá okkur.Í lok mars munum við kveðja Golden og taka stefnuna suður til Bandaríkjanna. Þar munum við finna okkur flotta kletta til að klifra í. Við höfum ekki ákveðið nákvæmlega hvert við munum fara. En allavegana munum við keyra suður þangað til okkur lýst vel á hitann.
Þið getið fylgst með okkur á www.icecommunity.wordpress.com
Kveðja.
Ásbjörn Hagalín Pétursson, Daníel Guðmundsson og Róbert Halldórsson
—————-
Texti m. mynd: Robbi og Ási ferskir!
Höfundur: Ásbjörn Hagalín Pétursson