Kajakferð á Hvítárvatn helgina 2-3 september

Dagsetning ferðar: 2-3 september (laugard.-sunnud.)
Brottför: 2 sept. kl. 08.00 frá M6
Skráning: Á korki HSSR
Skráningarfrestur til: miðvikud. 30. ágúst

Lýsing ferðar:
Ekið verður að Hvítarvatni á laugardagsmorgni. Bátarnir “sjó”settir við brúna og síðan róið um vatnið með viðkomu við jökulstál skriðjökulsins Norðurjökuls þar sem ísinn kelfist út í vatnið. Síðan er róið í hinn fagra Karlsdrátt og gist í tjöldum við undirleik jökuldrunanna.
Fjörug kvöldvaka verður haldin og eru félagar hvattir til að koma með skemmtiatriði og óvæntar uppákomur (.…fer Hlynur úr að ofan ?).

Undirbúningur ferðar:
Félögum skal bent á að hver og einn sér sjálfur um að útvega sér kajak og skulu kajakarnir vera komnir á M6 ekki seinna en kl. 21.00 föstudagskvöld fyrir brottför. Þeir sem áhuga hafa á að leiga sér bát er bent á www.hvammsvik.is og á http://seakayakiceland.com/ en bæði þessi fyrirtæki leigja kajaka.
Þar sem mikið er af berjum í Karlsdrætti er félögum bent á að hafa með berjadollur.

Ef að einhver hefur frekari fyrirspurnir varðandi ferðina, vinsamlegast hafið samband við umsjónarmenn (Óskar og Steinvör) eða komið með fyrirspurnir á korkinum.

—————-
Vefslóð: landvernd.is/arfjalla2002/myndir/j_7_hvitarvatn.jpg
Höfundur: Steinvör V. Þorleifsdóttir