S.l. föstudag kom hópur krakka úr yngra flokki klifurdeildar Bjarkar í heimsókn á M6. Björk er íþróttafélag í Hafnarfirði sem er þekktast fyrir fimleika. En þar er starfandi öflug klifurdeild með nokkra tugi félaga sem æfa stíft, allt frá 8 ára krökkum upp í…
Krakkarnir spreyttu sig á veggnum eftir að hafa fengið leiðsögn um umgengni og öryggismál. Þjálfari krakkanna tók síðan við og eitthvað af foreldrum tók þátt í geiminu.
F.h. klifurdeildar Bjarkar er hér komið á framfæri bestu þökkum fyrir að fá að koma í heimsókn. Toppurinn var trúlega að vera sótt á Reyk 1, váa!
—————-
Vefslóð: fbjork.is/?yflokkur=Klifur
Texti m. mynd: Í top-rope á toppinn
Höfundur: Örn Guðmundsson