Kynning á nýliðaþjálfun 2018-20

Á morgun, þriðjdaginn 28. ágúst, verður haldin kynning á nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta í Reykjavík að Malarhöfða 6 og hefst hún stundvíslega kl. 20.

Skessuhorn

Farið verður yfir helstu atriði sem tengjast þjálfunarferlinu og spurningum áhugasamra svarað.

Að vera nýliði í björgunarsveit er gefandi og skemmtilegt, enda er verið að vinna að því markmiði að verða fullgildur björgunarmaður sem tekur þátt í fjölbreyttum útköllum allt árið um kring. Í ár ætlum við að leggja ríka áherslu á hæfni í erfiðu og krefjandi umhverfi frá fjöru til fjalla. Þátttakendur verða að vera tilbúnir til þess að leggja á sig mikla vinnu og verja töluverðum tíma á námskeiðum, í þjálfun og á æfingum á eigin vegum.

Nánari upplýsingar má finna hér.