Landsæfing björgunarsveita verður haldin laugardaginn 20. október n.k í samvinnu við björgunarsveitir á suðurlandi. Verkefni verða við allra hæfi þ.a.m fjallabjörgun, rústabjörgun, leitartækni, hundar, fyrstahjálp og almenn verkefni. Æfingin verður skipulögð í nágreni Skóga undir Eyjafjöllum.
Boðið verður upp á gistingu að Skógum, bæði á föstudag og laugardag. Að æfingu lokinni býður Slysavarnafélagið Landsbjörg þátttakendum til veislu.
Fullgildir og Nýliðar 2 hafa rétt til þáttöku fh. HSSR
Áhugasamir tilkynni þáttöku á hssr@hssr.is
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson