Það var áhugasamur hópur nýliða sem mætti á leitartækninámskeið um síðastliðna helgi.
Bókleg kennsla fór fram á Malarhöfða 6 en útiæfingar í Elliða – og Úlfarsárdal. Voru það félagar úr Leitartæknihóp HSSR sem héldu utan um alla kennslu og skipulag.
Kennd voru undirstöðuatriði leitartækninnar; hraðleit, regndansinn, svæðisleit, sporaleit m.m.
Framtíðin er björt hjá HSSR – Nýliðar 1 🙂