Óskilamunir

Það var mikil skíðalykt í loftinu á M6 í gær, fjöldi félaga að skafa og bera á undir leiðsögn Árna Tryggva og Jóns Gunnars. Á meðan var annar hópur að störfum, hreinsunar og hendihópur. Farið var í gegnum óskilamuni og þeir greindir. Það sem var farið að lykta og það sem þótti eigulegt. Því sem þótti eigulegt var safnað í kassa í anddyri en hinu var hent. Félagar eru beðnir að fara í gegnum gramsið og taka það sem þeim tilheyrir. Síðan verður því sem eftir stendur komið til nýrra eigenda eða á Sorpu.

Nú hefur skíðarekkinn verið settur upp og kennir þar ýmissa skíða. Fínt að taka hann í leiðinni og athuga hvort þú eigir skíði þar og hvort þau eru líkleg til notkunnar.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson