Reykur 1 var sendur um klukkan 23 (þann 13) á Hellisheiði og að þrengslavegamótum til aðstoðar við fólk sem er þar fast á bílum sínum. Mjög slæmt veður er á heiðinni og margir í vandræðum vegna þess. Mjög blint er, skyggni minna en fimm metrar, hiti -2°C, vindur ANA 20 metrar og hviður allt upp í 27 metra með mikilli ofankomu. Fólk verður selflutt að Litlu Kaffistofunni og síðan áfram í Bæinn eða austur eftir því sem við á hverju sinni. Vegurinn yfir heiðina er lokaður við Rauðavatn þegar þetta er ritað.
—————-
Höfundur: Helgi Reynisson