páskaskíðaferð í landi hinna frjálsu

Þrír félagar HSSR og einn Kópavogsskáti lögðu land undir fót fyrir páska og ætluðu að reyna fyrir sér í vorfærinu fyrir vestan. Klettafjöllin í Colorado tóku vel á móti fjórmenningunum og í stuttu máli dömpaði púðursnjónum flestalla dagana og sást til sólar inná milli. Upphaflega átti að notfæra sér lyftuþjónustu skíðasvæðanna í bland við toppatúra, en vegna mikillar snjókomu og fylgjandi snjóflóðahættu héldum við okkur að mestu leyti við lyfturnar – enda ósnertar brekkur í tugatali og engar biðraðir svona “leit-síson”. Nokkrar myndir á myndasíðunni.

Hrafnhildur, Hálfdán, Brynja og Hlynur

—————-
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir