Ráðgjöf um eldfjallavá og hættur

Freysteinn Sigmundsson félagi okkar í HSSR er nú staddur á Komoróseyjum. Þessi pistill kom frá honum og Landsbjörgu.

Landsbjörg tekur þátt í leiðangri Sameinuðu Þjóðanna til Komoróeyja

Landsbjörg í samvinnu við Utanríkisráðuneytið er virkur þátttakandi í viðbragðsteymi Sameinuðu Þjóðanna um mat á hamförum og samhæfingu viðbragða (United Nations Disaster Assessment and Coordination team, UNDAC). Á undanförnum árum hafa nokkrir meðlimir Landsbjargar hlotið sérstaka þjálfun til að starfa í þessum hóp og svo farið í leiðangra á hans vegum í kjölfar náttúruhamfara. Nú tekur Landsbjörg í fyrsta sinn þátt í UNDAC leiðangri þar sem á að undirbúa samfélag fyrir náttúruhamfarir áður en þær gerast (disaster preparedness mission). Slíkt er gert í fátækum löndum þar sem Sameinuðu Þjóðirnar vinna fyrir að hjálparstarfi, samkvæmt beiðni frá yfirvöldum.

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, var sérstaklega valinn í hóp til að meta hættur af eldvirkni á Komoróeyjum og viðbrögð við þeim, en Komoróeyjar liggja í sundinu milli Afríku og Madagaskar. Stærst þeirra er eyjan Grande Comore og þar er eldfjallið Karthala sem margsinnis hefur gosið. Byggð er allt í kringum eldfjallið og hættur stafa af hraunstraumum og öskufalli.

Samkvæmt Freysteini hafa fyrstu dagar verkefnisins falist í viðtölum við stjórnvöld og aðila sem koma að viðbrögðum við náttúruhamförum. Framundan eru svo verkefni hjá Freysteini þar sem hann fer um Grande Comore eyjuna og metur hættur af eldfjallinu sem er á henni miðri. Um 300 þúsund manns búa í hlíðum eldfjallsins sem hefur gosið 4 sinnum síðan árið 2000.

—————-
Texti m. mynd: Komoróseyjar norður af Madagaskar
Höfundur: Ólafur Loftsson