Ráðstefna um notkun hesta í leit

Sunnudaginn 21. febrúar verður haldin ráðstefna um notkun hesta í leit í Pétursborg, húsi Björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi. Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á málefninu. Tekin verða fyrir ýmis mál er tengjast viðfangsefninu, svo sem hæfniskröfur hesta og knapa, útbúnaður, leitartækni og slysavarnir í hestamennsku. Fundarstjóri verður Ragnar Frank Kristjánsson. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson