Sleðaskreppur á Skjaldbreið

Hluti sleðaflokks fór í æfingaferð á Skjaldbreiðarsvæðið um daginn. Eitt af markmiðum ferðarinnar var að gera VHF fjarskiptaprófanir. Flokkurinn hefur undanfarið byrjað að nota bílastöðvar í staðin fyrir handstöðvar á sleðana og langaði okkur að bera saman virkni þessara stöðva. Árangurinn var mjög góður því drægni bílastöðvana var meira enda meiri sendiorka og stærri loftnet. Eftir þessar prófanir erum við sannfærðir að þessi búnaður eigi rétt á sér. Við töluðum t.d. við snjóbíl Bola á Vatnajökli af Skjaldbreið í gegnum endurvarpa á Vatnsfelli. Þó svo að Tetra kerfið sé stöðugt að eflast er mikilvægt að við höldum VHF kerfinu við því í erfiðu fjalllendi getur VHF kerfið skipt sköpum. Samhliða þessum prófunum æfðu menn sig að keyra í brattlendi. Allar aðstæður voru hinar bestu en þó kom á óvart hversu lítill snjór er sumstaðar á svæðinu.

—————-
Texti m. mynd: Það er fallegt útsýni af Skjaldbreið
Höfundur: Kristinn Ólafsson