Stofnfundur Vina HSSR var haldinn17. september sl.
Í ávarpi sveitaforingja HSSR Hauks Harðarsonar kom m.a. fram að stjórn sveitarinnar ákvað að koma á laggirnar undirbúningsnefnd um stofnun hollvinasamtaka.
Nefndin tók til starfa vorið 2013. Í henni hafa setið: Benedikt Þ Gröndal formaður, Eggert Lárusson og Laufey E Gissuradóttir.
Í fyrstu tók nefndin mið að því að ná til félaga sem höfðu undirskrifað eiðstaf sveitarinnar eftir endurreisn hennar árið 1962. Hugmyndin væri síðan að ná til félaga fyrir þann tíma síðar. Tilgangurinn með stofnun samtakanna væri fyrst og fremst að ná til þeirra sem vilja starfa með sveitinni og að þeir sem komi til starfa geti valið sér vettvang til að vinna að.
Að loknu máli formanns undirbúningsnefndar kallaði fundarstjóri fram fyrstu stjórn samtakanna sem skipuð er af stjórn HSSR, í henni eiga sæti: Thor B. Eggertsson formaður, Laufey E Gissuradóttir ritari. Meðstjórnendur eru: Eggert Lárusson, María Haraldsdóttir og Ævar Aðalsteinsson.
Að því loknu lýsti fundarstjóri yfir stofnun Vina HSSR – Hollvinasamtaka HSSR við dynjandi lófatak fundarmanna.
Þess má geta að nær allir fundarmenn skráðursig á félagalista Vina HSSR en á fundinn mættu tæplega hundrað manns.
8 sveitarforingjar HSSR. Í fremri röð Tryggvi Páll Friðriksson, Jóhannes Briem, Thor Eggertsson. Aftari röð; Jón Baldursson, Benedikt Gröndal, Haukur Harðarson, Ingimar Ólafsson og Kristinn Ólafsson. Myndin í bakgrunni er af fyrsta sveitarforingja HSSR og einum stofnanda, Jóni Oddgeiri Jónssyni.