Stóra deginum 2012 lokið

Fyrsti árlegi Stóri dagur HSSR fór fram nú um helgina en um fjörtíu sveitarmeðlimir og nýliðar komu að honum að þessu sinni.

Boðið var upp á fimm stöðvar með ýmsum hjálparsveitartengdum verkefnum. Meginstefin voru þar böruburður, rötun, ýlaleit, línubrú, klifur og sig en verkefnin voru auk þess krydduð með alls kyns spurningum og þrautum. Liðin söfnuðu svo stjörnum í svo til gert vegabréf eftir því hvernig þeim reið af að leysa úr því sem fyrir þau var lagt.

Þátt tóku fimm lið og stóðu sig öll með einstakri prýði. Tvö lið sköruðu þó fram úr: Skytturnar þrjár með 120 stjörnur og Þrombinn með 122.

Að þrautunum loknum skelltu herramennirnir í Eriku upp grillveislu mikilli og snæddu þáttakendur þar dýrindis máltíð, þreyttir en kátir eftir góðan dag. Skipulagningsnefnd þakkar öllum sem þátt tóku fyrir einstaklega ánægjulegan dag og hlakkar til að taka þátt í deginum að ári.

Heildarniðurstöður voru sem hér segir:

78 stjörnur (missti af einni þraut): Besti flokkurinn
Elísabet Margeirsdóttir, Erna Knútsdóttir og Inga Hrönn Ásgeirsdóttir

93 stjörnur: Leigubíllinn
Anna Ágústsdóttir, Benedikt Rafnsson og Charlotte Huber

98 stjörnur: Stjörnurnar
Arngrímur Einarsson, Erla María Hauksdóttir og Jóhanna Jónsdóttir

120 stjörnur: Skytturnar 3
Guðjón H. Kristinsson, Daníel Másson og Hulda Margrét Hauksdóttir

122 stjörnur: Þrombinn
Ingveldur Ævarsdóttir, Katrín Möller, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, og Þórey Rósa Einarsdóttir

—————-
Höfundur: Martin Swift