Dagana 6.-9. september n.k. verður haldið námskeið í straumvatnsbjörgun á Selfossi. Námskeiðið er 4 dagar og leiðbeinendur koma frá Bandaríkjunum þeir Paul Green og Matt Chase sem kenndu sambærilegt námskeið á sama stað fyrir nokkrum árum við frábærar undirtektir. Þetta er námskeið sem margir hafa beðið eftir og gagnast öllu björgunarsveitafólki og hentar námskeiðið ekki síður tækjahópum sveitanna sem oft þurfa að vinna við straumharðar ár við björgun ökutækja. Skráning hefst innan skamms á landsbjörg.is. Námskeiðið fer fram á ensku.
Nánari upplýsingar á landsbjorg.is en áhugasamir geta skráð sig í gegnum netfangið skrifstofa@hssr.is upp á skipulagningu ferða.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson