Til allra eldri félaga í björgunarsveitum

Miðvikudaginn 3. október ætla eldri félagar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi að ganga á Móskarðsshnjúka og vilja bjóða eldri félögum annarra björgunarsveita að ganga með sér. Gangan hefst kl. 18.00 við Skátaskálann Þrist við Esjurætur í Þverárdal. Hafið með ykkur ljós. Markmið þessarar gönguferðar er að rifja upp gömul kynni og hafa gaman saman. Skátafélagið Kópar hefur komið fyrir gestabók á austasta Hnjúknum og þangað liggur leiðin þetta kvöld. Eftir göngu er öllum boðið í kaffi í skátaskálanum. Til að komast upp í Þverárdal er ekið um Vesturlandsveg, inn á Þingvallaleið og beygt til vinstri við Skeljabrekku.
Ekið er fram hjá Skeggjastöðum og Hrafnhólum og þegar komið er að ánni Þverá, er beygt til hægri og farinn slóði upp með ánni að austanverðu. Að sjálfsögðu er öllum velkomið að kíkja í kaffið þó þeir eigi ekki tök á að komast með í gönguferðina.

Bestu kveðjur frá Afturgöngum, eldri félaga flokkur í HSSK.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson