Fátt er meira gefandi en að koma öðrum til hjálpar. Sumar, vetur, dag, nótt, leit og björgun. Það munar um hvert og eitt í hópi björgunarfólks sem mætir og leggur sitt lóð á vogarskálarnar.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík býður áhugasömu fólki upp á þjálfun svo það geti orðið fullgilt björgunarfólk. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið getur þú mætt á kynningarfund og fengið þar allar upplýsingar. Þessir fundir verða haldnir í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 fimmtudaginn 24. ágúst og þriðjudaginn 29. ágúst klukkan 20:00.
Endilega skráið ykkur á viðburðina fyrir neðan.
Fyrri fundur- https://fb.me/e/3VayChtH4
Seinni fundur- https://fb.me/e/tla8y8Gu
Nánari upplýsingar á HSSR.is/nylidar
Sjá kynningarmyndband á Facebook hér : https://www.facebook.com/reykur/videos/299432489422441