Úttekt undanrenna í fjallabjörgun

Í gærkvöldi var haldin fjallabjörgunarúttekt á verðandi undanförum og voru verkefnin sett upp í gamla kolaverinu í Elliðaárdal. Undanrennur þurftu að sýna mikla spottafimi og samvinnu við úrlausn verkefnanna en þau stóðu sig öll mjög vel. Úttektin er liður í þjálfunarferli undanrenna, og er mikilvæg til þess að gerast fullgildur undanfari, en einnig verður fjölspanna kletta- og ísklifur og fjallaskíðun tekin út síðar í vor.

—————-
Texti m. mynd: Hanna Lilja kemur niður að fyrsta sjúklingi.
Höfundur: Helgi Tómas Hall