Viltu vinna helling? -Framlengdur skilafrestur.

Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að framlengja skilafrest í ljósmyndasamkeppninni fram á miðnætti miðvikudagsins 17. október.

Þá skal hér tilkynnt fyrirkomulag dómgæslu, en helsta netgúrú sveitarinnar hefur lagst yfir málin og útbúið sérstakt kosningakerfi keppninnar. Það verður því í höndum félaga sveitarinnar að skera úr um hverjir hreppa eftirfarandi hnoss:

Prentari – Brother DCP-115C frá Pennanum Tækni
Garmin GPS MAP60CSX frá R.Sigmundssyni
Hágæða mjúkskeljar frá 66°N

Þeir sem ekki eru með í pottinum nú þegar ættu því ekki að láta á sér standa. Þá eru þeir einstaklingar sem þegar hafa sent inn sín meistarastykki hvattir til að halda áfram að grúska og senda enn fleiri!

Netfangið er sem fyrr: hrafnha@gmail.com

Hanna Kata og Hrafnhildur

P.s. Flokkarnir eru sem fyrr:” Á ystu nöf”, “í syngjandi sveiflu” og “öll veður hafa eitthvað”.

—————-
Texti m. mynd: Á ystu nöf
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir