Vorferð á Vatnajökul – skráning er hafin

Jökull 2012 – 16.-20.maí

Þá er komið að hinni árlegu Vatnajökulsferð Bola og Bíló. Stefnan þetta árið er tekin á vestanverðan jökulinn – þar sem sólin skín. Ferðin er öllum opin en sætaframboð er takmarkað og miðast við Bola og tvo jeppa. Að venju er gert ráð fyrir að ferðalangar taki með sér skíðin og rennslisáburðinn því maður tanar mest ef maður hangir aftan í Bola. Gist verður í tjöldum 2 nætur og skála á Grímsfjalli 2 nætur.

Lagt verður upp síðdegis þann 16 maí og er ferðinni heitið inn í Jökulheima. Tjaldað þar eða við jökulrætur.
17. Maí – uppstigningardagur. Haldið á jökul. Litast um í Grímsvötnum og og á Grímsfjalli. Gist í skála Jörfí á fjallinu.
18.-19. Maí verður ferðast um jökul, endanlegt ferðaplan mun ráðast að einhverju leyti af vindáttum og veðri. Gist í tjöldum 18. og endað á Grímsfjalli að kvöldi 19.
Plönin á vinnuborðinu eru
A: Suðvesturhluti jökuls, (Pálsfjall, Þórðarhyrna, Hágöngur, o.fl.)
B: Skaftafellsfjöll og Þumall
C: Kverkfjöll og nágrenni.
20. Maí Dólað niður í Jökulheima, etv. Með viðkomu á Kerlingum og fl.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á http://bit.ly/IAq2i3 og eru 20 sæti í boði. Hér gildir hin gullna regla „fyrstur kemur fyrstur fær“.

Hægt er að fylgjast með skráningu á http://bit.ly/JNtqd8.

—————-
Texti m. mynd: Í fyrra fengum við gos – nú fáum við sólgos…
Höfundur: Gunnar Kr. Björgvinsson